Vændiskaup innan Lækna án landamæra Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 05:52 Þúsundir starfa fyrir Lækna án landamæra, jafnt heilbrigðisstarfsfólk sem og einstaklingar sem fengnir eru til að aðstoða við skipulagningu. Vísir/Getty Starfsmenn mannúðarsamtakanna Lækna án landamæra eru sagðir hafa ítrekað keypt sér aðgang að vændiskonum við störf sín í Afríku. Fyrrverandi starfsmenn samtakanna segja að vændiskaupin hafi verið útbreidd og farið fram fyrir opnum tjöldum. Yfirmaður í samtökunum hafi jafnvel rætt opinskátt um það að skipta mætti á nauðsynlegum lyfjum og kynlífi með heimamönnum. Læknar án landamæra starfa eftir ströngum starfsreglum sem banna meðal annars vændiskaup. Í reglunum segir jafnframt að samtökin líði ekki misnotkun, áreitni eða annað ofbeldi. Ásakanirnar sem nú koma fram beinast ekki gegn læknum eða öðru heilbrigðsstarfsfólki samtakanna, heldur eru þeir brotlegu sagðir hafa unnið við skipulagningu og haldið utan um starf Lækna án landamæra í Afríku. Í samtali við erlenda miðla segir fyrrverandi starfsmaður samtakanna, sem ekki vill láta nafn síns getið, að yfirmaður hennar í Kenýa hafi reglulega fylgt barnungum vændiskonum inn í bækistöðvar Lækna án landamæra. Undirmenn hans hafi á sínum tíma ekki þorað að greina frá atferli hans, því maðurinn var „töluvert háttsettur,“ eins og það er orðað. Fleiri sögur eru raktar á vef breska ríkisútvarpsins. Annar yfirmaður hjá samtökunum er sagður hafa látið konu flytja inn til sín í bækistöðvar Lækna án landamæra í ónefndu Afríkuríki. Hann hafi ætíð talað um konuna sem kærustu sína en samstarfsmenn hans telja augljóst að um vændiskonu hafi verið að ræða. „Þetta var svo óforskammað. Svo óforskammað og útbreitt.“ Læknar án landamæra eru ekki fyrstu samtökin sem komast í fréttirnar vegna vændiskaupa. Flett var ofan af svipuðu hneyksli í Oxfam-samtökunum fyrr á þessu ári. Það leiddi til fjöldauppsagna, álitshnekkis ásamt því að margir nafntogaðir stuðningsmenn samtakanna sneru baki við Oxfam. Tengdar fréttir Sex reknir frá hjálparsamtökum BBC Hjálparsamtökin BBC Media Action, sem eru lauslega tengd breska ríkisútvarpinu, hafa rekið sex starfsmenn samtakanna vegna gruns um að þeir hafi beitt samstarfsmenn sína kynferðislegu ofbeldi eða horft á klám í vinnutölvum. 28. febrúar 2018 06:32 Banna Oxfam að starfa á Haítí í kjölfar vændishneykslis Ríkisstjórn Haítí hefur bannað bresku góðgerðarsamtökunum Oxfam að starfa í landinu og gildir bannið til frambúðar. Ákvörðunin er tekin eftir að vændishneyksli skók samtökin snemma á þessu ári. 13. júní 2018 23:32 Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12 Starfsmenn Rauða krossins greiddu fyrir kynlífsþjónustu Alþjóðleg hjálparsamtök hafa verið í kastljósinu undanfarið eftir uppljóstranir um kynferðislegt misferli starfsmanna þeirra. 24. febrúar 2018 18:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Starfsmenn mannúðarsamtakanna Lækna án landamæra eru sagðir hafa ítrekað keypt sér aðgang að vændiskonum við störf sín í Afríku. Fyrrverandi starfsmenn samtakanna segja að vændiskaupin hafi verið útbreidd og farið fram fyrir opnum tjöldum. Yfirmaður í samtökunum hafi jafnvel rætt opinskátt um það að skipta mætti á nauðsynlegum lyfjum og kynlífi með heimamönnum. Læknar án landamæra starfa eftir ströngum starfsreglum sem banna meðal annars vændiskaup. Í reglunum segir jafnframt að samtökin líði ekki misnotkun, áreitni eða annað ofbeldi. Ásakanirnar sem nú koma fram beinast ekki gegn læknum eða öðru heilbrigðsstarfsfólki samtakanna, heldur eru þeir brotlegu sagðir hafa unnið við skipulagningu og haldið utan um starf Lækna án landamæra í Afríku. Í samtali við erlenda miðla segir fyrrverandi starfsmaður samtakanna, sem ekki vill láta nafn síns getið, að yfirmaður hennar í Kenýa hafi reglulega fylgt barnungum vændiskonum inn í bækistöðvar Lækna án landamæra. Undirmenn hans hafi á sínum tíma ekki þorað að greina frá atferli hans, því maðurinn var „töluvert háttsettur,“ eins og það er orðað. Fleiri sögur eru raktar á vef breska ríkisútvarpsins. Annar yfirmaður hjá samtökunum er sagður hafa látið konu flytja inn til sín í bækistöðvar Lækna án landamæra í ónefndu Afríkuríki. Hann hafi ætíð talað um konuna sem kærustu sína en samstarfsmenn hans telja augljóst að um vændiskonu hafi verið að ræða. „Þetta var svo óforskammað. Svo óforskammað og útbreitt.“ Læknar án landamæra eru ekki fyrstu samtökin sem komast í fréttirnar vegna vændiskaupa. Flett var ofan af svipuðu hneyksli í Oxfam-samtökunum fyrr á þessu ári. Það leiddi til fjöldauppsagna, álitshnekkis ásamt því að margir nafntogaðir stuðningsmenn samtakanna sneru baki við Oxfam.
Tengdar fréttir Sex reknir frá hjálparsamtökum BBC Hjálparsamtökin BBC Media Action, sem eru lauslega tengd breska ríkisútvarpinu, hafa rekið sex starfsmenn samtakanna vegna gruns um að þeir hafi beitt samstarfsmenn sína kynferðislegu ofbeldi eða horft á klám í vinnutölvum. 28. febrúar 2018 06:32 Banna Oxfam að starfa á Haítí í kjölfar vændishneykslis Ríkisstjórn Haítí hefur bannað bresku góðgerðarsamtökunum Oxfam að starfa í landinu og gildir bannið til frambúðar. Ákvörðunin er tekin eftir að vændishneyksli skók samtökin snemma á þessu ári. 13. júní 2018 23:32 Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12 Starfsmenn Rauða krossins greiddu fyrir kynlífsþjónustu Alþjóðleg hjálparsamtök hafa verið í kastljósinu undanfarið eftir uppljóstranir um kynferðislegt misferli starfsmanna þeirra. 24. febrúar 2018 18:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Sex reknir frá hjálparsamtökum BBC Hjálparsamtökin BBC Media Action, sem eru lauslega tengd breska ríkisútvarpinu, hafa rekið sex starfsmenn samtakanna vegna gruns um að þeir hafi beitt samstarfsmenn sína kynferðislegu ofbeldi eða horft á klám í vinnutölvum. 28. febrúar 2018 06:32
Banna Oxfam að starfa á Haítí í kjölfar vændishneykslis Ríkisstjórn Haítí hefur bannað bresku góðgerðarsamtökunum Oxfam að starfa í landinu og gildir bannið til frambúðar. Ákvörðunin er tekin eftir að vændishneyksli skók samtökin snemma á þessu ári. 13. júní 2018 23:32
Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12
Starfsmenn Rauða krossins greiddu fyrir kynlífsþjónustu Alþjóðleg hjálparsamtök hafa verið í kastljósinu undanfarið eftir uppljóstranir um kynferðislegt misferli starfsmanna þeirra. 24. febrúar 2018 18:04