Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júní 2018 08:00 Stelpunum okkar gengur ekkert síður vel en strákunum okkar í fótboltanum. Ísland er í toppsæti síns riðils í undankeppni HM 2019 í fótbolta og spilar úrslitaleikinn um fyrsta sætið í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45