Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra segir uppsagnir ljósmæðra hrúgast inn um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07