MS semur við KSÍ um skyr Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Ekki fær hver sem er að nota landsliðsbúninginn í auglýsingum sínum. Skjáskot Ný auglýsing fyrir Ísey skyr sem sýnd er í Rússlandi hefur vakið athygli en þar eru íslensk náttúra, söngsveitin Fílharmónía og meðlimir Tólfunnar í lykilhlutverki. Auglýsingin komst í fréttir í vikunni þegar greint var frá því að framleiðsla væri hafin á hinu íslenska skyri Mjólkursamsölunnar (MS) og varan væntanleg í rússneskar verslunarhillur um mánaðamótin. Skyrútrásin til Rússlands er gerð af stórhug og standa vonir til að ná 5 þúsund tonna ársframleiðslu þar, rúmum tvö þúsund tonnum meira en hér á landi. Athygli vakti þó að í skyrauglýsingunni voru flestir klæddir í íslensku landsliðstreyjuna, kirfilega merkta KSÍ. Knattspyrnusambandið hefur staðið vörð um vörumerki sitt í aðdraganda HM og tekið á þeim málum sem upp hafa komið þar sem fyrirtæki, sem ekki hafa til þess leyfi, reyna að hagnýta sér það til markaðssetningar á eigin vöru. MS virtist þó við fyrstu sýn ekki vera einn samstarfsaðila KSÍ. Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá Pipar/Tbwa, hefur haldið utan um vörumerkjavernd KSÍ, hann segir rétt að MS sé ekki einn bakhjarla KSÍ, en sambandið sé þó með samstarfssamninga við önnur fyrirtæki um ólík verkefni. „Og í þeim samningum er kveðið á um ákveðna þætti sem snúa að markaðslegum tengslum við KSÍ. MS er eitt þeirra fyrirtækja þar sem um var að ræða sértækan samning er snýr að markaðssetningu á Ísey skyri í kringum HM fyrir erlenda markaði. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. 12. júní 2018 21:34 Fílharmónían og Tólfan vekja athygli í skyrauglýsingu í Rússlandi Nota landsliðstreyjuna og víkingaklappið til að kynna skyr fyrir Rússum. 19. júní 2018 13:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ný auglýsing fyrir Ísey skyr sem sýnd er í Rússlandi hefur vakið athygli en þar eru íslensk náttúra, söngsveitin Fílharmónía og meðlimir Tólfunnar í lykilhlutverki. Auglýsingin komst í fréttir í vikunni þegar greint var frá því að framleiðsla væri hafin á hinu íslenska skyri Mjólkursamsölunnar (MS) og varan væntanleg í rússneskar verslunarhillur um mánaðamótin. Skyrútrásin til Rússlands er gerð af stórhug og standa vonir til að ná 5 þúsund tonna ársframleiðslu þar, rúmum tvö þúsund tonnum meira en hér á landi. Athygli vakti þó að í skyrauglýsingunni voru flestir klæddir í íslensku landsliðstreyjuna, kirfilega merkta KSÍ. Knattspyrnusambandið hefur staðið vörð um vörumerki sitt í aðdraganda HM og tekið á þeim málum sem upp hafa komið þar sem fyrirtæki, sem ekki hafa til þess leyfi, reyna að hagnýta sér það til markaðssetningar á eigin vöru. MS virtist þó við fyrstu sýn ekki vera einn samstarfsaðila KSÍ. Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá Pipar/Tbwa, hefur haldið utan um vörumerkjavernd KSÍ, hann segir rétt að MS sé ekki einn bakhjarla KSÍ, en sambandið sé þó með samstarfssamninga við önnur fyrirtæki um ólík verkefni. „Og í þeim samningum er kveðið á um ákveðna þætti sem snúa að markaðslegum tengslum við KSÍ. MS er eitt þeirra fyrirtækja þar sem um var að ræða sértækan samning er snýr að markaðssetningu á Ísey skyri í kringum HM fyrir erlenda markaði.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. 12. júní 2018 21:34 Fílharmónían og Tólfan vekja athygli í skyrauglýsingu í Rússlandi Nota landsliðstreyjuna og víkingaklappið til að kynna skyr fyrir Rússum. 19. júní 2018 13:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. 12. júní 2018 21:34
Fílharmónían og Tólfan vekja athygli í skyrauglýsingu í Rússlandi Nota landsliðstreyjuna og víkingaklappið til að kynna skyr fyrir Rússum. 19. júní 2018 13:00