Fótbolti

Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liðsrútan tók á móti strákunum í Volgograd
Liðsrútan tók á móti strákunum í Volgograd vísir/vilhelm
Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum.

Flugferðin frá bækistöðvum landsliðsins í Gelendzhik til Volgograd var aðeins um klukkutími og lenti liðið í blíðskaparveðri og 31 stigs hita.

Mikið hefur verið rætt um flugufaraldur í Volgograd, en enska landsliðið kvartaði yfir því að flugurnar hefðu truflað þá í leiknum gegn Túnis á mánudag. Það voru hins vegar engar flugur að sjá á flugvellinum.

Leikur Íslands og Nígeríu fer fram klukkan 15:00 að íslenskum tíma á föstudag, 22. júní.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Vanur mýflugunum á Þingvallavatni

Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×