Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 15:24 Kirstjen Nielsen, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00
New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06