Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 15:30 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28