Þá er stefnan ekki síður óvinsæl í Bandaríkjunum en samkvæmt nýlegri könnun voru 66 prósent aðspurðra á móti stefnunni.
Fréttastofur ytra hafa meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum.
Þrýstingurinn gegn stefnunni fer stigmagnandi, til að mynda hafa allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna stigið fram til að gagnrýna aðskilnað barnanna frá foreldrum sínum.
Spjallþáttastjórnendur ytra hafa einnig talað gegn stefnunni og undanfarna daga hafa spjallþáttastjórnendur á borð við Stephen Colbert, Seth Meyers og Trevor Noah, sem allir stýra vinsælum þáttum, fjallað um stefnuna á gagnrýnan hátt, líkt og sjá má hér fyrir neðan.