Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Strákarnir láta ekki nokkrar flugur, ekki frekar en Messi, stoppa sig. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00
Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30
Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00
Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00