Stoltur að vera við hlið Guðna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 08:30 Birkir Már Sævarsson. vísir/Vilhelm Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15