Eiður Smári spáir í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira