Þurfum að breyta kerfinu svo að fólk búi ekki við sára fátækt sighvatur@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 08:30 Öryrkjar mótmæltu slæmum kjörum sínum við setningu Alþingis í desember. Margir lífeyrisþegar fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Þingmaður VG segir aðkallandi að taka á vanda þessa hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
„Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira