Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð gj@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 07:00 Sigríður segir oftast þéttbókað hjá þeim á Smart. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira