Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð gj@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 07:00 Sigríður segir oftast þéttbókað hjá þeim á Smart. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira