Leikkonan Robin Wright, sem fer nú með aðalhlutverkið í Netflix-þáttaröðinni House of Cards, segist ekki hafa þekkt manninn sem Kevin Spacey, fyrrverandi mótleikari hennar í þáttunum, hafði raunverulega að geyma.
Wright ræddi síðustu seríu þáttanna, sem frumsýnd verður á Netflix í haust, í viðtali í þættinum Today Show á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar tjáði hún sig m.a. um Spacey, sem rekinn var úr þáttunum vegna fjölda ásakana á hendur honum um kynferðisbrot.
Wright sagðist aðeins hafa kynnst Spacey þegar myndavélarnar voru í gangi.
„Ég í rauninni þekkti ekki – ég þekkti ekki manninn. Ég þekkti hinn ótrúlega listamann sem hann er,“ sagði Wright. Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart.
Þetta er í fyrsta sinn sem Wright tjáir sig um meint kynferðisbrot leikarans, sem fór með hlutverk forseta Bandaríkjanna og jafnframt eiginmanns hennar í þáttunum. Spacey hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar.
“Kevin and I knew each other between action and cut.”
— TODAY (@TODAYshow) July 8, 2018
Watch a preview of @SavannahGuthrie's exclusive conversation with @RealRobinWright about Kevin Spacey and @HouseofCards. Tune in tomorrow for full interview. pic.twitter.com/9jCUnyVd0e