Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík Sveinn Arnarsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Dagblöðin Tíminn og Vísir fjölluðu ítarlega í máli og myndum um hitabylgjuna sem gladdi íbúa höfuðborgar Íslands fyrir 42 árum. „Íslensk hitabylgja“ var slegið upp í forsíðufyrirsögn Vísis, 10. júlí árið 1976 vegna hitans í Reykjavík daginn áður. Hinn 9. júlí fór í sögubækurnar fyrir að vera með eindæmum veðursæll á landinu. Hitamet var slegið þennan dag í höfuðborginni en þar mældist hitinn 24,3 gráður. Tíminn birti forsíðumynd daginn eftir af buguðum manni á Austurvelli vegna hitans. „Það er augljóst að við hér í Reykjavík vorum að slá met á þessari öld hvað hita snertir og ég held að það megi fullyrða það, að þetta sé mesti hiti sem mælzt hefur í Reykjavík síðan hitamælingar hófust,“ sagði Markús Einarsson, veðurfræðingur, í viðtali við Tímann daginn eftir að hitametið féll. „Loksins, sögðu íbúar höfuðborgarinnar, loksins kom blessuð sólin… Sumum þótti þó nóg um þegar hitinn fór upp í 24,3 stig sem reyndist vera met á þessari öld,“ birtist svo í Tímanum þann 14. júlí þegar blaðið birti ýmsar myndir úr Reykjavík sem sýndu fáklædda höfuðborgarbúa sóla sig í blíðunni. Veðrið var síðan með eindæmum gott á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og var mál manna að lundin hefði lést hjá höfuðborgarbúum. „En því miður virðist þessi góðviðriskafli liðinn, að minnsta kosti eftir því sem Markús Einarsson veðurfræðingur fræddi Tímann á, en hann sagði, að almennt yfir landið myndi nú verða minni sól en undanfarna daga,“ sagði í Tímanum, sama dag og blíðviðrismyndirnar birtust, þann 14. júlí. Á þessum tíma höfðu gríðarlegir hitar geisað í Evrópu og valdið íbúum álfunnar erfiðleikum. Austanstæðir vindar báru hluta þess lofts með sér til Íslands sem gerði það að verkum að nánast allt landið var baðað hita þennan daginn. Hitinn þennan dag, 9. júlí, fór mest í 27 gráður á landinu. Það var hins vegar ekki nægjanlegt til að slá hitamet í Eyjafirðinum enda þekktur fyrir veðurblíðu að sumrin þar sem hitastig hefur náð nærri þrjátíu gráðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Íslensk hitabylgja“ var slegið upp í forsíðufyrirsögn Vísis, 10. júlí árið 1976 vegna hitans í Reykjavík daginn áður. Hinn 9. júlí fór í sögubækurnar fyrir að vera með eindæmum veðursæll á landinu. Hitamet var slegið þennan dag í höfuðborginni en þar mældist hitinn 24,3 gráður. Tíminn birti forsíðumynd daginn eftir af buguðum manni á Austurvelli vegna hitans. „Það er augljóst að við hér í Reykjavík vorum að slá met á þessari öld hvað hita snertir og ég held að það megi fullyrða það, að þetta sé mesti hiti sem mælzt hefur í Reykjavík síðan hitamælingar hófust,“ sagði Markús Einarsson, veðurfræðingur, í viðtali við Tímann daginn eftir að hitametið féll. „Loksins, sögðu íbúar höfuðborgarinnar, loksins kom blessuð sólin… Sumum þótti þó nóg um þegar hitinn fór upp í 24,3 stig sem reyndist vera met á þessari öld,“ birtist svo í Tímanum þann 14. júlí þegar blaðið birti ýmsar myndir úr Reykjavík sem sýndu fáklædda höfuðborgarbúa sóla sig í blíðunni. Veðrið var síðan með eindæmum gott á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og var mál manna að lundin hefði lést hjá höfuðborgarbúum. „En því miður virðist þessi góðviðriskafli liðinn, að minnsta kosti eftir því sem Markús Einarsson veðurfræðingur fræddi Tímann á, en hann sagði, að almennt yfir landið myndi nú verða minni sól en undanfarna daga,“ sagði í Tímanum, sama dag og blíðviðrismyndirnar birtust, þann 14. júlí. Á þessum tíma höfðu gríðarlegir hitar geisað í Evrópu og valdið íbúum álfunnar erfiðleikum. Austanstæðir vindar báru hluta þess lofts með sér til Íslands sem gerði það að verkum að nánast allt landið var baðað hita þennan daginn. Hitinn þennan dag, 9. júlí, fór mest í 27 gráður á landinu. Það var hins vegar ekki nægjanlegt til að slá hitamet í Eyjafirðinum enda þekktur fyrir veðurblíðu að sumrin þar sem hitastig hefur náð nærri þrjátíu gráðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira