Patrick Ta er með margar stjörnur á sínum snærum. Hann var farðaði Rihönnu, er mikið með fyrirsætuna Gigi Hadid, auk þess að farða fyrir Victoria’s Secret og mest Kendall Jenner af þessari Kardashian-fjölskyldu,“ segir Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, annar eigenda Reykjavík Makeup School en skólinn mun bjóða upp á námskeið með Patrick Ta í september.
Stjarna Ta í förðunarheiminum hefur risið mjög hratt á undanförnum árum. Hann er með milljón fylgjendur á Instagram en fyrir þremur árum voru þeir sex þúsund. Módelið Joan Smalls tók þó eftir honum og bað hann um að sjá um fað farða sig. Þá fór boltinn að rúlla og síðan hafa komið Gigi og Bella Hadid, svo Kardashian-fjölskyldan, þó að oftast sé það Kendall sem hann farðar.
Ta kemur í september en þetta er í fjórða árið í röð sem stórstjörnur förðunarheimsins kíkja á Klakann. Í fyrra kom Sir John sem er förðunarfræðingur Beyoncé og er með henni og Jay-Z á tónleikatúrnum sem þau hjónakornin eru á.
„Ég hélt að við gætum ekki toppað okkur frá því í fyrra þegar Sir John kom. En það skapaðist mikil vinátta á milli okkar og hann er með þeim úti á tónleikatúrnum. Gott dæmi er að hann bauð okkur að koma á tónleika með þeim. Sagði okkur að velja land og tónleika og við fórum með kallana okkar til Amsterdam. Sátum nánast ofan í sviðinu,“ segir hún og hlær – eðlilega. Hún er stödd í sól og sumri á Spáni.
Förðunarfræðingur stjarnanna heldur námskeið hér á landi
