Fótbolti

Beckham ósáttur með gagnrýnina á Sterling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Beckham fór yfir stöðuna á Instagram í dag.
Beckham fór yfir stöðuna á Instagram í dag. vísir/getty
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn, David Beckham, steig fram í dag og kom Raheem Sterling til varnar. Hann segir að þjóðin eigi að flykkja sér á bakvið landsliðið í stað þess að gagnrýna þá.

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum samherji Beckham, gagnrýndi í gær einnig þá sem settu út á frammistöðu Sterling gegn Svíþjóð í átta liða úrslitunum á HM og nú tekur Beckham í sama streng.

„Hef ekki séð þetta en hvað sem þetta er, þá er þetta rangt,” skrifaði Beckham á Instagram-reikning sinn í dag.

„Við erum í undanúrslitunum á HM. Þá á að hrósa hverjum einasta leikmanni. Við sem þjóð erum saman á bakvið þetta lið,” bætti hann við.

England er nú að undirbúa sig fyrir undanúrslitaleikinn sem verður spilaður í Moskvu á miðvikudag. Mótherjarrnir eru Króatar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×