Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og sparkspekingur ITV, segir að gagnrýnin sem Raheem Sterling fékk í hálfleik á leik Svíþjóðar og Englands hafi verið slæm.
Sterling fékk gagnrýni á samfélagsmiðlum því hann fékk færi undir lok fyrri hálfleiksins sem hann klúðraði. Neville segir þó að hann hafi gert margt annað sem skapaði usla.
„Sú meðferð sem Sterling fékk á samfélagsmiðlum í hálfleik var viðbjóðsleg og endurspeglar ekki frammistöðu hans í dag,” sagði Neville í samtali við sjónvarpsstöðina ITV.
„Hann var að hlaupa bakvið Granqvist allan leikinn og var að fá boltann þar. Allt í lagi. Við fengum ekki rjómann á kökuna sem var mark en þetta var frábær frammistaða.
„Þetta lið! Allar frammistöðurnar á mótinu hafa verið yfirvegaðar og skipulagðar. Gegn Kólumbíu var þetta fullkominn frammistaða fram á 90. mínútu.”
„Já, þeir fengu á sig mark og misstu aðeins taktinn í tíu mínútur en þeir unnu það til baka og náðu völdunum aftur. Þetta er mest þroskaða og rólegasta enska lið sem ég hef séð í lengri, lengri tíma,” sagði Neville.
Gary Neville: Gagnrýnin á Sterling viðbjóðsleg
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti