Jordan Pickford, markvörður enska landsliðsins, var valinn besti leikmaður vallarins af Sky Sports er England tryggði sér sæti í undanúrslitunum á HM eftir 2-0 sigur á Svíþjóð.
Harry Maguire og Dele Alli skoruðu mörk Englands en Pickford átti nokkrar góðar vörslur í síðari hálfleik sem gerðu það að verkum að hann var valinn maður leiksins.
„Frábær úrslit. Við vissum að þetta yrði erffiður leikur og við vissum að þeir myndu mæta til leiks,” sagði Pickford í samtali við fjölmiðla í leikslok.
„Við stjórnuðum leiknum mjög vel, lögðum hart að okkur og sýndum gæðin okkar og einnig andlegu hliðina á okkur.”
„Stuðningsmenn Englands eru á allt öðru kalíberi en aðrir stuðningsmenn. Við nutum þess að spila hérna en þegar stuðningsmennirnir eru svona verður þetta enn betra.”
„Við höfum sagt það að við tökum einn leik í einu. Við getum farið og skrifað söguna en nú er þetta um að hvíla sig. Við hlökkum til næsta leiks en það verður ekki auðvelt,” sagði Pickford.
Einkunnir Englands frá Sky Sports: Pickford (9), Walker (7), Stones (7), Maguire (9), Trippier (7), Lingard (7), Henderson (7), Alli (7), Young (7), Sterling (7), Kane (7).
Pickford maður leiksins: „Stuðningsmennirnir gera þetta enn betra“

Tengdar fréttir

Southgate: Höfum oft vanmetið Svíþjóð en í dag voru gæðin okkar meiri
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit.

England í undanúrslitin eftir sigur á slökum Svíum
England er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta skipti síðan 1966 eftir 2-0 sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitunum en leikið var á Samara-leikvanginum í dag.