Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt marka Malmö þegar liðið vann 4-0 sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Markus Rosenberg kom Malmö yfir en hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Arnór Ingvi kom liðinu í 3-0 á 49. mínútu.
Það var síðan Soren Rieks sem kom Malmö í 4-0 gulltryggði sigurinn skömmu fyrir leikslok.
Malmö situr í 7. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 umferðir. Sirius vermir hins vegar botnsætið með 5 stig, en liðinu hefur aðeins tekist að vinna einn leik það sem af er tímabili.
Í sænsku úrvalsdeild kvenna gerði Íslendingaliðið Djurgården 2-2 jafntefli við Vittsjö GIK. Þær Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru á sínum stað í byrjunarliði Djurgården.
Að ellefu umferðum loknum situr Djurgården í 9. sæti deildarinnar með 13 stig. Vittsjö er í 10. sæti með 12 stig.
