Fótbolti

Sumarmessan: Pogba er alvöru íþróttamaður

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frakkar komust í undanúrslit á HM í Rússlandi með sigri á Úrúgvæ í 8-liða úrslitum í gær. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu framlag Paul Pogba til leiksins.

„Pogba var bara mjög öflugur og miðjuspilið hjá Frökkum var fínt. Þeir voru betri,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum í gær.

„Hann er að færa hann frá hægri til vinstri, koma hreyfingu á úrúgvæsku vörnina.“

„Þeir höfðu þennan leik undir „control“ frá fyrstu mínútu,“ tók Gunnleifur Gunnleifsson undir.

Strákarnir fóru yfir brot úr leiknum þar sem yfirburðir Frakkanna sáust vel.

„Hann er bara alvöru íþróttamaður,“ sagði Hjörvar um Pogba.

Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×