Forstjóri Landspítalans kveðst ekki gráta kjararáð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Anton Brink Kjaramál Forstjóri Landspítalans segir nýlega launaákvörðun kjararáðs hafa komið flatt upp á hann. Þessi síðasta ákvörðun kjararáðs gat vart komið á verri tíma fyrir Pál Matthíasson í miðri harðri kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt úrskurði, síðasta 2016,“ skrifar Páll í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Hann kveðst sömuleiðis ekki hafa fengið jafn mikla hækkun og fjölmiðlar hafi greint frá. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá fjármálaráðuneytinu fjölgaði föstum yfirvinnueiningum forstjórans um 35, í 135, við úrskurð kjararáðs nú. Páll segir þeim hins vegar aðeins hafa fjölgað um tvær. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins hækkuðu laun Páls um 23,8 prósent, eða tæpa hálfa milljón á mánuði. „Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is.“ Páll kveðst taka heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem komið hafi fram á kjararáð og að hann gráti ekki að fara undan ákvörðunarvaldi þess. „Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Pál á föstudag um launaákvörðun kjararáðs, en fékk ekki svör. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Kjaramál Forstjóri Landspítalans segir nýlega launaákvörðun kjararáðs hafa komið flatt upp á hann. Þessi síðasta ákvörðun kjararáðs gat vart komið á verri tíma fyrir Pál Matthíasson í miðri harðri kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt úrskurði, síðasta 2016,“ skrifar Páll í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Hann kveðst sömuleiðis ekki hafa fengið jafn mikla hækkun og fjölmiðlar hafi greint frá. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá fjármálaráðuneytinu fjölgaði föstum yfirvinnueiningum forstjórans um 35, í 135, við úrskurð kjararáðs nú. Páll segir þeim hins vegar aðeins hafa fjölgað um tvær. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins hækkuðu laun Páls um 23,8 prósent, eða tæpa hálfa milljón á mánuði. „Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is.“ Páll kveðst taka heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem komið hafi fram á kjararáð og að hann gráti ekki að fara undan ákvörðunarvaldi þess. „Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Pál á föstudag um launaákvörðun kjararáðs, en fékk ekki svör.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira