Fótbolti

Féll samherji Íslendinganna í Rostov á lyfjaprófi á HM?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Saeid Ezatolahi í leik gegn Portúgal á HM.
Saeid Ezatolahi í leik gegn Portúgal á HM. vísir/getty
Rússneski miðillinn, Mutko Provit, greinir frá því að miðjumaður Íran, Saeid Ezatlohai, hafi fallið á lyfjaprófi eftir einn leik liðsins á HM.

Þetta hefur ekki verið staðfest af FIFA né íranska knattspyrnusambandinu en talið er að beðið sé nú eftir niðurstöðum úr B-prufunni.

A-prufan á að hafa sýnt jákvæð einkenni en Saeid spilaði tvo síðustu leiki Íran í riðlinum gegn Portúgal og Spáni. Hann kom ekki við sögu gegn Marókko en Íran fór ekki upp úr riðlinum.

Saeid spilar í Rostov en þar spila einnig Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. Hann hefur einnig verið lánaður til Anzhi Makhachkala og Amkar Perm.

Rússneski miðillinn hefur sett sig í samband við FIFA en þeir hafa neitað að tjá sig um málið. Verði hann fundinn sekur um lyfjamisferli gæti hann átt yfir höfði sér langt bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×