Hestamenn fylla Víðidalinn um helgina Tinni Sveinsson skrifar 6. júlí 2018 12:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurbjörn Bárðarson knapi og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Bjarni Formleg setning 23. Landsmóts hestamanna fór fram í gærkvöldi í Víðidal í Reykjavík. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í samtali við Vísi að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið viðstaddir setninguna. Rjóminn af íslenska hrossastofninum er samankominn á landsmótinu þar sem um þúsund hross taka þátt. Keppt hefur i verið í flestum greinum frá því á sunnudaginn síðasta og lýkur mótinu á sunnudag klukkan 16. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti mótið í blíðskaparveðri. Hann sagði meðal annars að Reykjavík væri höfuðborg íslenska hestsins og hann væri stoltur af að vera Reykvíkingur þegar hann liti yfir hið glæsilega keppnissvæði í Víðidalnum.Til að fylgjast með úrslitum nota mótsgestir nýtt íslenskt app, LH Kappa, og er það búið að raða sér á toppinn yfir vinsælustu öpp landsins í bæði App Store og Google Play.Glæsileg dagskrá er í Víðidalnum alla helgina. Á föstudags – og laugardagskvöld er dansleikir þar sem fram koma Albatross með Sverri Bergmann, Röggu Gísla og Sölku Sól, Axel Ó & co., Helgi Björns og reiðmenn vindanna, Stebbi Jak og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar og Hebbi, Dísella Lár og Magni Ásgeirsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Hægt er að kynna sér dagskrá mótsins á vefnum landsmot.is.Sunnudaginn 1. júlí verður frítt inn á svæðið og áhersla verður lögð á fjölskylduna. Þá fer fram keppni í barna- og unglingaflokki og einnig munu Jói P. og Króli og Leikhópurinn Lotta koma fram. Alla mótsdagana verður sérstakt leiksvæði fyrir börn opið.Boðið verður upp á fræðslu um allt sem tengist íslenska hestinum á vegum verkefnisins Horses of Iceland. Meðal þess sem verður kynnt er; knapamerkjakerfið, líkamlegar mælingar á knöpum, járningar, ýmsar sýnikennslur frá knöpum Hrímnis, hestamiðstöðinni Sólvangi og Félags tamningamanna, rætt um fóðrun, fyrirlestur um val á hnökkum, greint frá meistararitgerð um skeiðgenið og sagt frá áhrifum skeiðgensins á ganghæfni íslenskra hrossa.Kvöldfréttir Stöðvar 2 voru í beinni útsendingu frá Víðidalnum í gærkvöldi þar sem rætt var við Þórdísi Gylfadóttur mótsstjóra, Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra og Magna Ásgeirsson skemmtanastjóra.Hér fyrir neðan er hægt að fletta myndasafni með fleiri myndum sem Bjarni Þór Sigurðsson tók fyrir Vísi.Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/BjarniDoug Smith, varaforseti FEIF og Gunnar Sturluson, forseti FEIFVísir/BjarniFulltrúar ungu kynslóðarinnar í félagi tamningamanna voru fánaberar við setningu mótsins.Vísir/BjarniDísella Lárusdóttir óperusöngkona söng þjóðsönginn og fleira fyrir mótsgesti.Vísir/BjarniTalið er að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið í Víðidal í gærkvöld.Vísir/BjarniÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir hópreið við setningu mótsins.Vísir/BjarniTelma Tómasson tók þátt í töltkeppni á Baron frá Bala.Vísir/BjarniSigurður Vignir Matthíasson tók þátt í elsta flokki stóðhesta á Tindi frá Eylandi.Vísir/Bjarni Hestar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Formleg setning 23. Landsmóts hestamanna fór fram í gærkvöldi í Víðidal í Reykjavík. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í samtali við Vísi að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið viðstaddir setninguna. Rjóminn af íslenska hrossastofninum er samankominn á landsmótinu þar sem um þúsund hross taka þátt. Keppt hefur i verið í flestum greinum frá því á sunnudaginn síðasta og lýkur mótinu á sunnudag klukkan 16. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti mótið í blíðskaparveðri. Hann sagði meðal annars að Reykjavík væri höfuðborg íslenska hestsins og hann væri stoltur af að vera Reykvíkingur þegar hann liti yfir hið glæsilega keppnissvæði í Víðidalnum.Til að fylgjast með úrslitum nota mótsgestir nýtt íslenskt app, LH Kappa, og er það búið að raða sér á toppinn yfir vinsælustu öpp landsins í bæði App Store og Google Play.Glæsileg dagskrá er í Víðidalnum alla helgina. Á föstudags – og laugardagskvöld er dansleikir þar sem fram koma Albatross með Sverri Bergmann, Röggu Gísla og Sölku Sól, Axel Ó & co., Helgi Björns og reiðmenn vindanna, Stebbi Jak og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar og Hebbi, Dísella Lár og Magni Ásgeirsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Hægt er að kynna sér dagskrá mótsins á vefnum landsmot.is.Sunnudaginn 1. júlí verður frítt inn á svæðið og áhersla verður lögð á fjölskylduna. Þá fer fram keppni í barna- og unglingaflokki og einnig munu Jói P. og Króli og Leikhópurinn Lotta koma fram. Alla mótsdagana verður sérstakt leiksvæði fyrir börn opið.Boðið verður upp á fræðslu um allt sem tengist íslenska hestinum á vegum verkefnisins Horses of Iceland. Meðal þess sem verður kynnt er; knapamerkjakerfið, líkamlegar mælingar á knöpum, járningar, ýmsar sýnikennslur frá knöpum Hrímnis, hestamiðstöðinni Sólvangi og Félags tamningamanna, rætt um fóðrun, fyrirlestur um val á hnökkum, greint frá meistararitgerð um skeiðgenið og sagt frá áhrifum skeiðgensins á ganghæfni íslenskra hrossa.Kvöldfréttir Stöðvar 2 voru í beinni útsendingu frá Víðidalnum í gærkvöldi þar sem rætt var við Þórdísi Gylfadóttur mótsstjóra, Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra og Magna Ásgeirsson skemmtanastjóra.Hér fyrir neðan er hægt að fletta myndasafni með fleiri myndum sem Bjarni Þór Sigurðsson tók fyrir Vísi.Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/BjarniDoug Smith, varaforseti FEIF og Gunnar Sturluson, forseti FEIFVísir/BjarniFulltrúar ungu kynslóðarinnar í félagi tamningamanna voru fánaberar við setningu mótsins.Vísir/BjarniDísella Lárusdóttir óperusöngkona söng þjóðsönginn og fleira fyrir mótsgesti.Vísir/BjarniTalið er að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið í Víðidal í gærkvöld.Vísir/BjarniÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir hópreið við setningu mótsins.Vísir/BjarniTelma Tómasson tók þátt í töltkeppni á Baron frá Bala.Vísir/BjarniSigurður Vignir Matthíasson tók þátt í elsta flokki stóðhesta á Tindi frá Eylandi.Vísir/Bjarni
Hestar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira