Mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 15:30 Marcus Berg toga í stuttbuxur Svisslendingsins Johan Djourou. Vísir/Getty John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira