Á fyrstu fimm mánuðum ársins greindust 55 einstaklingar með lekanda. Á sama tímabili árið 2017 voru tilfellin í kringum 30 talsins.
Tilfelli árið 2018 taka nær eingöngu til karla, en 51 karlmaður greindist með lekanda á móti 4 konum. Lekandafaraldurinn er einkennandi fyrir karlmenn sem hafa mök við karlmenn.
Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni er faraldurinn fyrst og fremst innlendur. 34 eða 62 prósent þeirra sem greindust voru íslenskir ríkisborgarar.
Lekandatilfellum fer hratt fjölgandi

Tengdar fréttir

Talsverð aukning á sýklalyfjaónæmi
Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis.

Læknaðist af versta tilfelli „ofurlekanda“ í sögu læknavísindanna
Breskur karlmaður, sem glímdi við versta tilfelli lekanda í sögu læknavísindanna, hefur náð bata að sögn heilbrigðisyfirvalda. Sýkingin var svo skæð að talað er um "ofurlekanda“ í breskum fjölmiðlum.

Sóttvarnalæknir óttast afleiðingar kynsjúkdóma
Búast má við alvarlegum afleiðingum vegna vaxandi útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi sem ekki hafa sést um árabil.

Yfir 20 manns greindir með sárasótt á fyrstu fimm mánuðum ársins
Haraldur Briem, staðgengill sóttvarnarlæknis,segir að notkun á smokkum hafi í gegnum árin verið ansi stöðug.

Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á liðnu ári
Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A.