Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2018 13:00 Klukkan fjögur í dag er gert ráð fyrir ellefu stiga hita, skýjuðu veðri og fimm metrum á sekúndu. Veður.is Starfsmenn PFAFF á Grensásvegi eru heldur ánægðir með yfirmenn sína þessa stundina. Tölvupóstur barst í morgun þar sem tilkynnt var að versluninni yrði lokað vegna góðrar veðurspár. Laufey Jónsdóttir, sem starfar í bókhaldi og innheimtu hjá ljósafyrirtækinu, var í skýjunum að eiga bara þrjá tíma eftir af starfsdeginum. Honum lýkur í dag klukkan 15 en allajafna er verslunin opin til sex. „Ég ætla að fara heim og beint út á svalir,“ segir Laufey aðspurð hvort stefnan sé sett á Nauthólsvík sökum spárinnar.Lokað verður hjá PFAFF á Grensásvegi í dag vegna góðrar veðurspár.PFAFFEn hver er spáin? Jú, á Veðurstofu Íslands er talað um í kringum tíu stiga hita, vind upp á 5 m/s og sól sem gægist á milli skýjanna öðru hvoru. Seint talin bongóblíða en í ljósi sólarleysis í höfuðborginni undanfarna daga og vikur er um ágætisveður að ræða. „Erum við ekki með góða yfirmenn? Það eru allir mjög ánægðir. Ég var innt eftir því þegar ég mætti hvort ég væri ekki búin að skoða póstinn minn. Ég hafði farið í önnur verkefni. En þá var það útaf þessum gleðitíðindum.“ Hún segir framkvæmdastjórann hafa ákveðið sólarfríið og forstjórinn tekið heilshugar undir, en þau eru feðgin hjá fjölskyldufyrirtækinu eins og Laufey kemst að orði. Hún segir fyrirtækið hafa sýnt mikinn skilning í kringum leiki Íslands á HM í fótbolta í júní og lokað búðinni snemma. Veður Tengdar fréttir Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22 Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Starfsmenn PFAFF á Grensásvegi eru heldur ánægðir með yfirmenn sína þessa stundina. Tölvupóstur barst í morgun þar sem tilkynnt var að versluninni yrði lokað vegna góðrar veðurspár. Laufey Jónsdóttir, sem starfar í bókhaldi og innheimtu hjá ljósafyrirtækinu, var í skýjunum að eiga bara þrjá tíma eftir af starfsdeginum. Honum lýkur í dag klukkan 15 en allajafna er verslunin opin til sex. „Ég ætla að fara heim og beint út á svalir,“ segir Laufey aðspurð hvort stefnan sé sett á Nauthólsvík sökum spárinnar.Lokað verður hjá PFAFF á Grensásvegi í dag vegna góðrar veðurspár.PFAFFEn hver er spáin? Jú, á Veðurstofu Íslands er talað um í kringum tíu stiga hita, vind upp á 5 m/s og sól sem gægist á milli skýjanna öðru hvoru. Seint talin bongóblíða en í ljósi sólarleysis í höfuðborginni undanfarna daga og vikur er um ágætisveður að ræða. „Erum við ekki með góða yfirmenn? Það eru allir mjög ánægðir. Ég var innt eftir því þegar ég mætti hvort ég væri ekki búin að skoða póstinn minn. Ég hafði farið í önnur verkefni. En þá var það útaf þessum gleðitíðindum.“ Hún segir framkvæmdastjórann hafa ákveðið sólarfríið og forstjórinn tekið heilshugar undir, en þau eru feðgin hjá fjölskyldufyrirtækinu eins og Laufey kemst að orði. Hún segir fyrirtækið hafa sýnt mikinn skilning í kringum leiki Íslands á HM í fótbolta í júní og lokað búðinni snemma.
Veður Tengdar fréttir Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22 Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22
Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50