Upptökur bendi til fjöldasjálfsmorðs Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2018 10:22 Nágrannar fjölskyldunnar eru í sárum vegna málsins. Vísir/getty Indverska lögreglan segir upptökur úr öryggismyndavélum renna stoðum undir þá kenningu að andlát 11 fjölskyldumeðlima í Nýju-Delí hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Greint var frá því fyrr í vikunni að fjölskyldan hafi fundist látin á heimili sínu í borginni, þar af höfðu 10 meðlimir hennar hangið úr loftinu þegar lögreglu bar að garði. Málið hefur, að sögn breska ríkisútvarpsins, vakið mikinn óhug á Indlandi en mörgum spurningum er enn ósvarað. Til að mynda er ekki vitað með vissu hver aðdragandi málsins var. Indverskir rannsakendur greindu þó frá því í morgun að upptökur úr öryggismyndavélum gefi vísbendingar um fjöldasjálfsmorð. Á upptökunum megi sjá fjölskyldumeðlimi haldandi á stólum og einhvers konar vírum sem notaðir voru til að hengja fólkið upp í rjáfur byggingarinnar. Krufningar hafa leitt í ljós að banamein allra í fjölskyldunni hafi verið henging.Sjá einnig: Fjölskylda fannst hangandi úr loftinuÞrátt fyrir upptökurnar hefur lögreglan málið ennþá til rannsóknar og hefur því ekki enn útilokað að um morð hafi verið að ræða. Það að búið hafi verið að kefla fólkið og binda um hendur þess gefi þannig til kynna að einhver hafi aðstoðað við verknaðinn. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir rannsóknarlögreglumaður að unnið sé að því að greina allt að þriggja mánaða gamlar upptökur úr öryggismyndavélum. Myndavélarnar voru í búð fjölskyldunnar, en hún bjó fyrir ofan verslunina. Skömmu eftir líkfundina var greint frá því að andlátin kynnu að tengjast einhverjum dulrænum eða yfirnáttúrulegum athöfnum. Útkrotuð bréfsnifsi sem fundust í íbúðinni bentu til þess að um væri að ræða fjöldasjálfsmorð í trúarlegum tilgangi. Nú hafa komið upp úr krafsinu 11 dagbækur sem ritaðar voru af yngsta drengnum í fjölskyldunni. Lögreglumenn segja að þar megi greina vísbendingar um að strákurinn hafi talið að sál föður hans hafi tekið sér bólfestu í honum. Færsla í einni dagbókinni hafi þar að auki gefið sterklega til kynna að fjölskyldan hafi talið að yfirnáttúrulegir kraftar myndu koma þeim til bjargar. Lögreglan áætlar að sú hugmynd kunni að hafa verið leiðarljós fjölskyldunnar, sem svo leiddi til fjöldasjálfsmorðsins. Tengdar fréttir Fjölskyldan fannst hangandi úr loftinu Ellefu fjölskyldumeðlimir fundust látnir í húsi einu í indversku höfuðborginni Nýju-Delí þar af eru tíu þeirra sagðir hafa hangið neðan úr þaki hússins. 2. júlí 2018 06:51 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Indverska lögreglan segir upptökur úr öryggismyndavélum renna stoðum undir þá kenningu að andlát 11 fjölskyldumeðlima í Nýju-Delí hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Greint var frá því fyrr í vikunni að fjölskyldan hafi fundist látin á heimili sínu í borginni, þar af höfðu 10 meðlimir hennar hangið úr loftinu þegar lögreglu bar að garði. Málið hefur, að sögn breska ríkisútvarpsins, vakið mikinn óhug á Indlandi en mörgum spurningum er enn ósvarað. Til að mynda er ekki vitað með vissu hver aðdragandi málsins var. Indverskir rannsakendur greindu þó frá því í morgun að upptökur úr öryggismyndavélum gefi vísbendingar um fjöldasjálfsmorð. Á upptökunum megi sjá fjölskyldumeðlimi haldandi á stólum og einhvers konar vírum sem notaðir voru til að hengja fólkið upp í rjáfur byggingarinnar. Krufningar hafa leitt í ljós að banamein allra í fjölskyldunni hafi verið henging.Sjá einnig: Fjölskylda fannst hangandi úr loftinuÞrátt fyrir upptökurnar hefur lögreglan málið ennþá til rannsóknar og hefur því ekki enn útilokað að um morð hafi verið að ræða. Það að búið hafi verið að kefla fólkið og binda um hendur þess gefi þannig til kynna að einhver hafi aðstoðað við verknaðinn. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir rannsóknarlögreglumaður að unnið sé að því að greina allt að þriggja mánaða gamlar upptökur úr öryggismyndavélum. Myndavélarnar voru í búð fjölskyldunnar, en hún bjó fyrir ofan verslunina. Skömmu eftir líkfundina var greint frá því að andlátin kynnu að tengjast einhverjum dulrænum eða yfirnáttúrulegum athöfnum. Útkrotuð bréfsnifsi sem fundust í íbúðinni bentu til þess að um væri að ræða fjöldasjálfsmorð í trúarlegum tilgangi. Nú hafa komið upp úr krafsinu 11 dagbækur sem ritaðar voru af yngsta drengnum í fjölskyldunni. Lögreglumenn segja að þar megi greina vísbendingar um að strákurinn hafi talið að sál föður hans hafi tekið sér bólfestu í honum. Færsla í einni dagbókinni hafi þar að auki gefið sterklega til kynna að fjölskyldan hafi talið að yfirnáttúrulegir kraftar myndu koma þeim til bjargar. Lögreglan áætlar að sú hugmynd kunni að hafa verið leiðarljós fjölskyldunnar, sem svo leiddi til fjöldasjálfsmorðsins.
Tengdar fréttir Fjölskyldan fannst hangandi úr loftinu Ellefu fjölskyldumeðlimir fundust látnir í húsi einu í indversku höfuðborginni Nýju-Delí þar af eru tíu þeirra sagðir hafa hangið neðan úr þaki hússins. 2. júlí 2018 06:51 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Fjölskyldan fannst hangandi úr loftinu Ellefu fjölskyldumeðlimir fundust látnir í húsi einu í indversku höfuðborginni Nýju-Delí þar af eru tíu þeirra sagðir hafa hangið neðan úr þaki hússins. 2. júlí 2018 06:51