Fótbolti

Svona líta undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH og Stjarnan mætast í undanúrslitunum í karlaflokki.
FH og Stjarnan mætast í undanúrslitunum í karlaflokki. vísir/stefán
Dregið var í Mjólkurbikar karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og nýr stjórnarformaður MS, dró fyrir hönd MS.

Það verða nýir bikarmeistarar krýndir á báðum stöðum. Bikarmeistarar karla í ÍBV duttu út fyrir Íslandsmeisturum Vals í sextán liða úrslitum.

Víkings-liðin, úr Ólafsvík og Reykjavík, eiga eftir að spila leik sinn í átta liða úrslitunum en leikið verður átjánda júlí. Sigurvegarinn spilar við Breiðablik á útivelli.

Stjarnan og FH mætast í hinni viðureigninni en liðin mættust í dramatískum leik í Krikanum á dögunum. Undanúrslit karla eiga að fara fram 15. eða 16. ágúst.

Bikarmeistarar kvenna í ÍBV duttu út fyrir Inkasso-liði Fylkis í átta liða úrslitum. Fylkir er eina liðið í undanúrslitum kvenna sem er ekki í efri hluta Pepsi-deildar kvenna.

Breiðablik mætir Val en Blikarnir eru á toppnu á meðan Valur er í þriðja sæti. Hin viðureignin er milli Inkasso-liðs Fylkis og Stjörnunnar.

Undanúrslit kvenna fara fram 21. júlí.

Undanúrslit karla:

Stjarnan - FH

Breiðablik - Víkingur R./Víkingur Ó.

Undanúrslit kvenna:

Fylkir - Stjarnan

Breiðablik - Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira
×