Englendingar fá góðar fréttir tveimur dögum fyrir Svíaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:30 Harry Kane er búinn að ná sér af bakmeiðslunum. Ekki er vitað hvort að hann hafi hreinlega meiðst í fagnaðarlátunum í leikslok. Vísir/Getty Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira