Greiðlega gekk að finna menninna þar sem hægt var að staðsetja þá gróflega meða hjálp farsíma. Voru þeir orðnir kaldir og hraktir eftir vosbúð þar sem mikið rigndi á svæðinu en mennirnir höfðu lent í vandræðum með tjald sitt.
Þá tókst björgunarsveitarmönnum að hífa upp konuna sem féll í sprunguna í Búrfellsgjá í Heiðmörk fyrr í kvöld. Konan var slösuð en gat þó gengið sjálf að sjúkrabílnum í fylgd sjúkraflutningamanna. Björgunarsveitarfólkið sem fór á vettvang er nú á leiðinni til síns heima.
