Körfubolti

Taka niður risastóru myndina af LeBron James í miðbæ Cleveland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Menn að störfum að taka niður myndina af LeBron James.
Menn að störfum að taka niður myndina af LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James hefur yfirgefið lið Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta og samið við lið Los Angeles Lakers. Við þesssa ákvörðun James verður ekki bara breyting á Cavaliers liðinu heldur einnig mikil breyting á miðbæ Cleveland borgar.

Borgarstarfsmenn hafa nefnilega unnið að því síðustu daga að taka niður risastóru myndina af LeBron James í miðbæ Cleveland. Það tekur hinsvegar langan tíma að taka niður mynd sem þessa.





Þessi risastóra auglýsing frá Nike hefur vakið mikla athygli enda var hún einnig tekin niður þegar LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers í fyrra skiptið. Hún hefur oft verið notuð sem táknmynd af áhrifum og vinsældum James í Cleveland.

LeBron James verður alltaf sá leikamaður sem öðrum fremur færði Cleveland borg fyrsta NBA-meistaratitilinn og hann á næstum því öll helstu félagsmetin hjá Cleveland Cavaliers.

Cleveland Cavaliers valdi James í nýliðavalinu árið 2003 og þar spilaði hann í ellefu tímabil. Fyrst frá 2003 til 2010 og svo aftur frá 2014 til 2018.

Sporting News hefur fylgst vel með gangi mála í „niðurrifinu“ og má sjá nokkar Twitter-færslur hjá þeim hér fyrir neðan.































NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×