Brexit-herferðin talin hafa brotið kosningalög Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 10:05 Vote Leave var opinber herferð fyrir útgöngu Breta úr ESB og fékk framlög frá breska ríkinu. Vísir/EPA Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum. Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum.
Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00