Fréttirnar koma aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ljóst var að LeBron James væri genginn til liðs við LA Lakers en talið var að Cousins myndi einnig enda í borg englanna.
Hinn 27 ára gamli Cousins gerir eins árs samning við Warriors og verður því aftur samningslaus næsta sumar.
Hann lék með New Orleans Pelicans á síðustu leiktíð þar sem hann skilaði 25,2 stigum að meðaltali í leik auk þess að taka 12,9 fráköst að meðaltali í leik þar til hann sleit hásin í lok janúar. Cousins er á fullu í endurhæfingu þessa dagana en mun væntanlega ekki byrja að spila fyrr en í kringum mánaðarmótin nóvember-desember.
Smelltu hér til að lesa um öll frágengin félagaskipti á síðu ESPN.
Cousins will sign a one-year, $5.3M deal with Warriors, league source tells ESPN. https://t.co/LaTLH3oOTB
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 3, 2018