Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Sighvatur skrifar 3. júlí 2018 06:00 Notkun á rafrettum hefur aukist mikið að undanförnu. Vísir/Getty „Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31
Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30
Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56