Brugðist við tómi sem varð til með brottfalli uppreistar æru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Mál tengd uppreist æru urðu tilefni stjórnarslita og þingrofs síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent