Brugðist við tómi sem varð til með brottfalli uppreistar æru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Mál tengd uppreist æru urðu tilefni stjórnarslita og þingrofs síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45