„Þetta er ógeðslega vel mannað lið,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þegar talið barst að króatíska liðinu.
„Þetta er hörku lið og svaka stórstjörnur sem þeir eru með. Þetta var lélegi leikurinn þeirra í keppninni,“ tók Jóhannes Karl Guðjónsson undir.
„Þeir hefðu átt að sýna mikið meiri yfirburði og sækja meira. Eftir að þeir jafna leikinn eru þeir allt of passívir.“
Króatar mæta Rússum í átta liða úrslitunum, leikur sem þeir ættu að vinna nokkuð örugglega, og geta því gert tilkall til sjálfs úrslitaleiksins.
Hjörvar benti þó á þá staðreynd að króatíska liðið virðist geta unnið leiki þar sem þeir eru litla liðið en þeir tapi oftar á móti andstæðingum sem þeir eiga að vinna.
Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.