Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2018 21:15 Þau Unnur Unnsteinsdóttir og Sigurður Donys Sigurðsson í göngutúr í blíðunni á Vopnafirði ásamt börnunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira