Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 14:55 Kröfur í þrotabú Karls Wernerssonar hljóða upp á milljarða króna. Vísir/GVA Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar sem tekið var til gjaldþrotaskipta í apríl. Haldinn verður skiptafundur með kröfuhöfum í næstu viku að sögn Árna Ármanns Árnasonar, lögmanns og skiptastjóra í búinu. Árni segir kröfur í búið í sjálfu sér ekki svo margar en upphæðirnar afar háar. Þeirra á meðal er Milestone, skiptabeiðandinn, sem krafðist þess að Karl yrði lýstur gjaldþrota í júlí í fyrra. Kröfuskráin í búið er ekki opinber enn sem komið er að sögn Árna. Karl skuldar þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna í kjölfar dómsmála. Hlaut Karl 3,5 árs fangelsisdóm fyrir umboðssvik í rekstri Milestone og var sömuleiðis dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna. Daginn eftir dóminn skilaði Karl leiðréttum ársreikningi og rúmlega tvítugur sonur Karls var skyndilega orðinn eigandi Lyfja og heilsu. Lyf og heilsa var hluti af Milestone en seld út úr félaginu árið 2008. Lyf og heilsa rekur tugi apóteka undir merkjum Lyfja og heilsu, Gamla apóteksins og Apótekarans. Veltan árið 2015 var sex milljarðar króna. Stundin vekur athygli á því í dag að fasteignafélagið Faxar ehf. sé nýr leigusali Læknavaktarinnar eftir að vaktin flutti í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut í júní. Faxar rekur apótek Lyfja og heilsa í húsinu. Eignarhald Jóns Hilmars Karlssonar á fasteignum í Austurveri og á Lyfjum og heilsu er í gegnum Faxa ehf. og Toska ehf. Jón Hilmar fékk sem fyrr segir eignirnar daginn eftir fangelsisdóm föður hans. Telja kröfuhafar umtalsverðar eignir hafa verið færðar undan á þennan hátt. Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Málið snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut systur þeirra í Milestone. 8. mars 2017 21:26 Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Þarf að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, þarf að láta af starfi framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegna fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í liðinni viku vegna Milestone-málsins. 3. maí 2016 08:06 Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10 Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar sem tekið var til gjaldþrotaskipta í apríl. Haldinn verður skiptafundur með kröfuhöfum í næstu viku að sögn Árna Ármanns Árnasonar, lögmanns og skiptastjóra í búinu. Árni segir kröfur í búið í sjálfu sér ekki svo margar en upphæðirnar afar háar. Þeirra á meðal er Milestone, skiptabeiðandinn, sem krafðist þess að Karl yrði lýstur gjaldþrota í júlí í fyrra. Kröfuskráin í búið er ekki opinber enn sem komið er að sögn Árna. Karl skuldar þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna í kjölfar dómsmála. Hlaut Karl 3,5 árs fangelsisdóm fyrir umboðssvik í rekstri Milestone og var sömuleiðis dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna. Daginn eftir dóminn skilaði Karl leiðréttum ársreikningi og rúmlega tvítugur sonur Karls var skyndilega orðinn eigandi Lyfja og heilsu. Lyf og heilsa var hluti af Milestone en seld út úr félaginu árið 2008. Lyf og heilsa rekur tugi apóteka undir merkjum Lyfja og heilsu, Gamla apóteksins og Apótekarans. Veltan árið 2015 var sex milljarðar króna. Stundin vekur athygli á því í dag að fasteignafélagið Faxar ehf. sé nýr leigusali Læknavaktarinnar eftir að vaktin flutti í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut í júní. Faxar rekur apótek Lyfja og heilsa í húsinu. Eignarhald Jóns Hilmars Karlssonar á fasteignum í Austurveri og á Lyfjum og heilsu er í gegnum Faxa ehf. og Toska ehf. Jón Hilmar fékk sem fyrr segir eignirnar daginn eftir fangelsisdóm föður hans. Telja kröfuhafar umtalsverðar eignir hafa verið færðar undan á þennan hátt.
Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Málið snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut systur þeirra í Milestone. 8. mars 2017 21:26 Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Þarf að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, þarf að láta af starfi framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegna fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í liðinni viku vegna Milestone-málsins. 3. maí 2016 08:06 Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10 Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Málið snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut systur þeirra í Milestone. 8. mars 2017 21:26
Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01
Þarf að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, þarf að láta af starfi framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegna fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í liðinni viku vegna Milestone-málsins. 3. maí 2016 08:06
Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10
Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00