Englendingar sjá fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 09:30 Harry Kane er líka í baráttunni um markakóngstitilinn. Vísir/Getty Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira