Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Ljósmæður sem hættu störfum á Landspítalanum í gær lögðu vinnuskó sína á tröppur stjórnarráðsins til að mótmæla aðgerðaleysi ríkisins. Níutíu prósent ljósmæðra sem greiddu atkvæði kusu með yfirvinnubanni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Formaður samninganefndar ljósmæðra segir félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki launahækkanir umfram aðrar stéttir. Að óbreyttu mun yfirvinnubann ljósmæðra hefjast þann 16. júlí. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubannið lágu fyrir í gær. Ríflega þrír fjórðu félagsmanna greiddu atkvæði og af þeim voru níutíu prósent fylgjandi því að boða til yfirvinnubanns. „Þetta felur meðal annars í sér að það verður að gera öllum kleift að taka kaffipásu í vinnunni en hingað til hafa þær verið unnar og greiddar í yfirvinnu. Sé ekki hægt að koma kaffipásu við verða ljósmæður að fara fyrr af vaktinni sem pásunni nemur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar. Þá munu ljósmæður ekki taka á sig aukavaktir heldur eingöngu vinna sína vinnuskyldu samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Katrín segir að undanfarið hafi það verið regla en ekki undantekning að þurft hafi að kalla inn manneskjur á aukavaktir. Slíkt verði ekki hægt nú. „Við höfum staðið í langri og strangri baráttu. Við erum að koma undan gerðardómi og eigum enn inni ógreidd laun úr síðasta verkfalli. Við erum að fara fram á leiðréttingu á launum en ekki launahækkanir umfram aðra líkt og samninganefnd ríkisins hefur talað um,“ segir Katrín.Skór ljósmæðranna.Vísir/SunnaNæsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Aðspurð um hve langt sé á milli ljósmæðra og ríkisins, eða hve háar kröfur ljósmæðra séu, segir Katrín að um það ríki trúnaður. „Við höfum ekki fundið fyrir samningsvilja eða umboði á þessum eina fundi frá því að síðasti kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu.“ Sem fyrr segir mun boðað yfirvinnubann, að því gefnu að samningar náist ekki, taka gildi eftir tvær vikur. Katrín segir að ef af því verði muni það hafa mikil áhrif. Tólf ljósmæður á Landspítalanum, sem sögðu upp störfum í vor, unnu sína síðustu vakt í gær. Níu til viðbótar hafa sagt starfi sínu lausu. „Við vonum af einlægni að það muni ekki koma til yfirvinnubanns. Að sjálfsögðu bindum við miklar vonir við að þau mæti með umboð og vilja og málið verði klárað áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Katrín. „Forstjóri spítalans hefur kynnt fyrir mér neyðaráætlun sem ætluð er til að bregðast við ástandinu til að tryggja öryggi sjúklinga eins og nokkur kostur er á. Sú neyðaráætlun er unnin í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. Staðan er alvarleg nú og verður alvarlegri ef til frekari aðgerða kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Svandís segir samningaviðræðurnar í höndum samninganefndar ríkisins. Hún viti ekki nákvæmlega hve mikið ber í milli. „Ég sté inn í deilurnar fyrir síðasta samning en honum var hafnað. Ég hef ekki gert það síðan það gerðist,“ segir Svandís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra segir félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki launahækkanir umfram aðrar stéttir. Að óbreyttu mun yfirvinnubann ljósmæðra hefjast þann 16. júlí. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubannið lágu fyrir í gær. Ríflega þrír fjórðu félagsmanna greiddu atkvæði og af þeim voru níutíu prósent fylgjandi því að boða til yfirvinnubanns. „Þetta felur meðal annars í sér að það verður að gera öllum kleift að taka kaffipásu í vinnunni en hingað til hafa þær verið unnar og greiddar í yfirvinnu. Sé ekki hægt að koma kaffipásu við verða ljósmæður að fara fyrr af vaktinni sem pásunni nemur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar. Þá munu ljósmæður ekki taka á sig aukavaktir heldur eingöngu vinna sína vinnuskyldu samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Katrín segir að undanfarið hafi það verið regla en ekki undantekning að þurft hafi að kalla inn manneskjur á aukavaktir. Slíkt verði ekki hægt nú. „Við höfum staðið í langri og strangri baráttu. Við erum að koma undan gerðardómi og eigum enn inni ógreidd laun úr síðasta verkfalli. Við erum að fara fram á leiðréttingu á launum en ekki launahækkanir umfram aðra líkt og samninganefnd ríkisins hefur talað um,“ segir Katrín.Skór ljósmæðranna.Vísir/SunnaNæsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Aðspurð um hve langt sé á milli ljósmæðra og ríkisins, eða hve háar kröfur ljósmæðra séu, segir Katrín að um það ríki trúnaður. „Við höfum ekki fundið fyrir samningsvilja eða umboði á þessum eina fundi frá því að síðasti kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu.“ Sem fyrr segir mun boðað yfirvinnubann, að því gefnu að samningar náist ekki, taka gildi eftir tvær vikur. Katrín segir að ef af því verði muni það hafa mikil áhrif. Tólf ljósmæður á Landspítalanum, sem sögðu upp störfum í vor, unnu sína síðustu vakt í gær. Níu til viðbótar hafa sagt starfi sínu lausu. „Við vonum af einlægni að það muni ekki koma til yfirvinnubanns. Að sjálfsögðu bindum við miklar vonir við að þau mæti með umboð og vilja og málið verði klárað áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Katrín. „Forstjóri spítalans hefur kynnt fyrir mér neyðaráætlun sem ætluð er til að bregðast við ástandinu til að tryggja öryggi sjúklinga eins og nokkur kostur er á. Sú neyðaráætlun er unnin í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. Staðan er alvarleg nú og verður alvarlegri ef til frekari aðgerða kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Svandís segir samningaviðræðurnar í höndum samninganefndar ríkisins. Hún viti ekki nákvæmlega hve mikið ber í milli. „Ég sté inn í deilurnar fyrir síðasta samning en honum var hafnað. Ég hef ekki gert það síðan það gerðist,“ segir Svandís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56