Komnir í hóp með stórstjörnum Benedikt Bóas skrifar 2. júlí 2018 06:00 Vintage Caravan er nýbúin að taka upp plötu og er fyrsta lagið farið að hljóma á ljósvakamiðlunum. Verði ljós „Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira
„Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira