Paul George verður áfram í Oklahoma 1. júlí 2018 11:00 Paul Georga ákvað að halda kyrru fyrir víris/getty Félagsskiptagluggi samningslausra leikmanna í NBA opnaði að miðnætti á bandarískum tíma og voru læti strax frá fyrstu mínútu. Paul George kom öllum á óvart og endursamdi við Oklahoma City Thunder, en margir töldu hann vera á leið til gamla stórveldisins Los Angeles Lakers. Samningur George var til fjögurra ára og fær hann fjórtán og hálfan milljarð króna í laun fyrir árin fjögur. Landsliðsmiðherji Bandaríkjanna og Íslandsvinurinn DeAndre Jordan samdi við Dallas Mavericks, en hann hefur leikið allan sinn feril hjá LA Clippers. Chris Paul samdi aftur við Houston Rockets og fær tæplega 17 milljarða króna fyrir fjögurra ára þjónustu við félagið. Kevin Durant verður einnig áfram hjá sínu félagi, hann samdi við Golden State Warriors og heldur áfram hjá meisturum síðustu tveggja ára. Samningur Durant var til tveggja ára, með uppsegjanlegu ákvæði af hans hálfu eftir fyrra árið. Derrick Rose, sem kannski mætti kalla fyrrum stórstjörnu, samdi aftur við Minnesota Timberwolves. Rose, sem var valinn besti leikmaður NBA árið 2011, lék aðeins 25 leiki í fyrra. Hjá Timberwolves leikur hann fyrir Tom Thibodeau sem var þjálfari Chicago Bulls þegar Rose var upp á sitt besta. Við að skrifa undir samninginn virkjar Rose ákvæði í risastórum skósamning sínum við Adidas. Við það eitt að vera skráður í lið í NBA-deildinni fær hann 1,5 milljarða króna í sinn hlut Trevor Ariza, sem var mikilvægur hlekkur í Houston Rockets, er farinn til Phoenix Suns. Rockets var það lið sem var næst því að slá Golden State Warriors úr leik og var Ariza mikilvægur Rockets í vörn. Því hefur samkeppni meistaranna í Warriors veikst. Ariza fer til Suns, sem er með ungt og spennandi lið. Hann samdi til aðeins eins árs en fær 1,6 milljarða króna fyrir.Hægt er að lesa um öll frágengin félagsskipti á síðu ESPN. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Félagsskiptagluggi samningslausra leikmanna í NBA opnaði að miðnætti á bandarískum tíma og voru læti strax frá fyrstu mínútu. Paul George kom öllum á óvart og endursamdi við Oklahoma City Thunder, en margir töldu hann vera á leið til gamla stórveldisins Los Angeles Lakers. Samningur George var til fjögurra ára og fær hann fjórtán og hálfan milljarð króna í laun fyrir árin fjögur. Landsliðsmiðherji Bandaríkjanna og Íslandsvinurinn DeAndre Jordan samdi við Dallas Mavericks, en hann hefur leikið allan sinn feril hjá LA Clippers. Chris Paul samdi aftur við Houston Rockets og fær tæplega 17 milljarða króna fyrir fjögurra ára þjónustu við félagið. Kevin Durant verður einnig áfram hjá sínu félagi, hann samdi við Golden State Warriors og heldur áfram hjá meisturum síðustu tveggja ára. Samningur Durant var til tveggja ára, með uppsegjanlegu ákvæði af hans hálfu eftir fyrra árið. Derrick Rose, sem kannski mætti kalla fyrrum stórstjörnu, samdi aftur við Minnesota Timberwolves. Rose, sem var valinn besti leikmaður NBA árið 2011, lék aðeins 25 leiki í fyrra. Hjá Timberwolves leikur hann fyrir Tom Thibodeau sem var þjálfari Chicago Bulls þegar Rose var upp á sitt besta. Við að skrifa undir samninginn virkjar Rose ákvæði í risastórum skósamning sínum við Adidas. Við það eitt að vera skráður í lið í NBA-deildinni fær hann 1,5 milljarða króna í sinn hlut Trevor Ariza, sem var mikilvægur hlekkur í Houston Rockets, er farinn til Phoenix Suns. Rockets var það lið sem var næst því að slá Golden State Warriors úr leik og var Ariza mikilvægur Rockets í vörn. Því hefur samkeppni meistaranna í Warriors veikst. Ariza fer til Suns, sem er með ungt og spennandi lið. Hann samdi til aðeins eins árs en fær 1,6 milljarða króna fyrir.Hægt er að lesa um öll frágengin félagsskipti á síðu ESPN.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira