Golf

Sjáðu höggin hjá Haraldi á fyrstu þremur holunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haraldur Franklín slær á Carnoustie.
Haraldur Franklín slær á Carnoustie. vísir/getty
Haraldur Franklín Magnús var tveimur yfir pari eftir sex holur á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann er enn þá að spila og má sjá beina textalýsingu frá hringnum með því að smella hér.

Haraldur spilaði fyrstu þrjár holurnar á einum yfir pari, en hann fékk par á fyrstu holu, skolla á annarri og aftur par á þriðju en allt eru þetta par fjögur holur.

Hann bætti við einum skolla á fimmtu braut en spilaði annars fjórðu og sjöttu holu á pari og er því tveimur yfir eftir sex holur.

Hér að neðan má sjá höggin hjá Haraldi á fyrstu þremur holunum en Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður Stöðvar 2, fylgir Haraldi eftir í allan dag.


Tengdar fréttir

„Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“

Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti.

Söguleg stund í Skotlandi

Haraldur Franklín Magnús brýtur blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann hefur leik á Opna breska meistaramótinu, því elsta af risamótunum fjórum.

Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×