Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 22:00 Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00