Fullveldisgjöfin átti að vera hér Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 20:30 Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða á Melunum gengur almennt undir heitinu Hola íslenskra fræða. Stöð 2/Björn Sigurðsson Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira