Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 18:52 Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt. Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt.
Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira