Segir þyngri refsingu ekki hafa átt við í nauðgunarmáli því konan var full Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 14:01 Dómstóllinn er í Róm á Ítalíu. vísir/getty Dómstóll í Róm á Ítalíu sem tekur til meðferðar ógildingarkröfur í dómsmálum hefur úrskurðað að aðalmeðferð í máli tveggja manna sem dæmdir voru í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu skuli aftur fara fram á lægra dómstigi. Samkvæmt úrskurði dómstóllinn hafði konan sjálfviljug orðið full áður en mennirnir brutu gegn henni og því var að mati dómstólsins ekki hægt að beita refsiþyngingu gegn mönnunum, eins og gert hafði verið á lægra dómstigi, heldur þyrfti að flytja málið aftur. Úrskurðurinn hefur verið fordæmdur bæði af kvenréttindasamtökum á Ítalíu sem og stjórnmálamönnum og er sagður stórt skref aftur á bak fyrir konur í landinu. „Þetta er mjög alvarleg afstaða af hálfu dómstólsins því þetta mun gera það enn erfiðara fyrir konu að stíga fram og tilkynna nauðgun,“ segir Lella Palladino, formaður samtaka kvenna á Ítalíu sem berjast gegn ofbeldi.Kom til refsiþyngingar að konan var undir áhrifum áfengis Alessia Rotta, stjórnmálamaður í Demókrataflokknum, segir úrskurðinn færa Ítalíu áratugi aftur í tímann. Þá fylgi honum sú hætta að margra ára barátta verði að engu. Hinir dæmdu í málinu eru báðir fimmtugir. Þeir voru fyrst sýknaðir af ákæru um nauðgun árið 2011 af dómstól í borginni Brescia á Norður-Ítalíu. Töldu dómarar að ekki væri hægt að byggja á framburði konunnar sem kærði þá. Mennirnir voru síðan fundnir sekir undir áfrýjun hjá dómstól í Tórínó í janúar 2017 eftir að dómarar þar höfðu skoðað læknaskýrslur sem sýndu að konan hafði reynt að verjast árás þeirra. Voru mennirnir báðir dæmdir í þriggja ára fangelsi og kom það til refsihækkunar að þeir hefðu brotið gegn konunni á meðan hún var undir áhrifum áfengis. Ógildingardómstóllinn úrskurðaði hins vegar að aðalmeðferð í málinu þyrfti að fara fram að nýju því þrátt fyrir að mennirnir hefðu nýtt sér ástand konunnar þá ætti refsiþynging ekki við þar sem konan hefði sjálfviljug drukkið áfengi. Málið nær aftur til ársins 2009 þegar mennirnir fóru með konuna inn í svefnherbergi eftir að hafa borðað með henni kvöldmat og nauðguðu henni. Dómstólar á Ítalíu hafa komist að svipuðum niðurstöðum í nauðgungarmálum. Þannig sýknaði dómstóll í Tórínó mann af ákæru um nauðgun í fyrra eftir að dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki öskrað nógu hátt eða ýtt manninum í burtu. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira
Dómstóll í Róm á Ítalíu sem tekur til meðferðar ógildingarkröfur í dómsmálum hefur úrskurðað að aðalmeðferð í máli tveggja manna sem dæmdir voru í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu skuli aftur fara fram á lægra dómstigi. Samkvæmt úrskurði dómstóllinn hafði konan sjálfviljug orðið full áður en mennirnir brutu gegn henni og því var að mati dómstólsins ekki hægt að beita refsiþyngingu gegn mönnunum, eins og gert hafði verið á lægra dómstigi, heldur þyrfti að flytja málið aftur. Úrskurðurinn hefur verið fordæmdur bæði af kvenréttindasamtökum á Ítalíu sem og stjórnmálamönnum og er sagður stórt skref aftur á bak fyrir konur í landinu. „Þetta er mjög alvarleg afstaða af hálfu dómstólsins því þetta mun gera það enn erfiðara fyrir konu að stíga fram og tilkynna nauðgun,“ segir Lella Palladino, formaður samtaka kvenna á Ítalíu sem berjast gegn ofbeldi.Kom til refsiþyngingar að konan var undir áhrifum áfengis Alessia Rotta, stjórnmálamaður í Demókrataflokknum, segir úrskurðinn færa Ítalíu áratugi aftur í tímann. Þá fylgi honum sú hætta að margra ára barátta verði að engu. Hinir dæmdu í málinu eru báðir fimmtugir. Þeir voru fyrst sýknaðir af ákæru um nauðgun árið 2011 af dómstól í borginni Brescia á Norður-Ítalíu. Töldu dómarar að ekki væri hægt að byggja á framburði konunnar sem kærði þá. Mennirnir voru síðan fundnir sekir undir áfrýjun hjá dómstól í Tórínó í janúar 2017 eftir að dómarar þar höfðu skoðað læknaskýrslur sem sýndu að konan hafði reynt að verjast árás þeirra. Voru mennirnir báðir dæmdir í þriggja ára fangelsi og kom það til refsihækkunar að þeir hefðu brotið gegn konunni á meðan hún var undir áhrifum áfengis. Ógildingardómstóllinn úrskurðaði hins vegar að aðalmeðferð í málinu þyrfti að fara fram að nýju því þrátt fyrir að mennirnir hefðu nýtt sér ástand konunnar þá ætti refsiþynging ekki við þar sem konan hefði sjálfviljug drukkið áfengi. Málið nær aftur til ársins 2009 þegar mennirnir fóru með konuna inn í svefnherbergi eftir að hafa borðað með henni kvöldmat og nauðguðu henni. Dómstólar á Ítalíu hafa komist að svipuðum niðurstöðum í nauðgungarmálum. Þannig sýknaði dómstóll í Tórínó mann af ákæru um nauðgun í fyrra eftir að dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki öskrað nógu hátt eða ýtt manninum í burtu.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira