Fótbolti

Sjáðu fyrstu alvöru myndina af Ronaldo í búningi Juventus

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mættur
Mættur vísir/getty
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo undirritaði í gær fjögurra ára samning við Ítalíumeistara Juventus en hann kemur frá spænska stórveldinu Real Madrid þar sem hann hefur hjálpað liðinu að drottna yfir Meistaradeild Evrópu undanfarin þrjú tímabil.

Juventus borgar rúmar 105 milljónir punda fyrir kappann sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu ítalska boltans.

Ronaldo mætti til Torínó síðastliðinn sunnudag og gærdagurinn var undirlagður þessum 33 ára gamla markahrók enda skírði Juventus daginn einfaldlega #CR7DAY.

Var honum fylgt eftir hvert fótspor frá því hann kom í höfuðstöðvar félagsins í gærmorgun og þar til hann var formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Juventus seinni partinn í gær.

Undanfarnar vikur hafa fjölmargar myndir hafa verið birtar af Ronaldo í Juventus treyju síðan að ljóst var að hann myndi ganga í raðir félagsins en hann klæddist Juventus treyjunni í fyrsta skipti síðdegis í gær og fylgja fyrstu alvöru myndir af Ronaldo í Juventus treyju fréttinni.

vísir/getty
Ronaldo ásamt Giuseppe Marotta, Andrea Agnelli, Fabio Paratici og Jorge Mendes.vísir/getty
Ronaldo ræðir málin við Andrea Agnelli, eiganda Juventusvísir/getty

Tengdar fréttir

Ronaldo: Mikilvægt skref á ferlinum

Cristiano Ronaldo sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem leikmaður Juventus í dag. Hann vonast til að geta tekið Juventus á næsta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×