Katrín: „Ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnafulltrúum á Vesturlandi sem fram fór að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi. Snæfellsbær Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi.
Snæfellsbær Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira