Katrín: „Ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnafulltrúum á Vesturlandi sem fram fór að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi. Snæfellsbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi.
Snæfellsbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira